
Davíð Örn Símonarson
CEO / Smitten
Birta er snillingur frá toppi til táar. Hún kom og sá strax mikið af tækifærum í skrifstofurýminu okkar sem við hefðum aldrei trúað að væri hægt að gera. Hún var ekki bara hvetjandi liðsfélagi og leiðtogi í þessu ferli, heldur útsjónasöm, með frábært hönnunarauga og með vinnustandard á öðru leveli. Við hjá Smitten munum fá hana til að sjá um allar okkar skrifstofur á komandi árum!

Andrés Jónsson
eigandi / Góð samskipti
Birta er einn mesti fagmaður sem ég hef kynnst. Ég hef notið ráðgjafar hennar jafnt persónulega, fyrir Góð samskipti og í verkefnum fyrir skjólstæðinga okkar. Ég mun áreiðanlega vinna með henni aftur og myndi aldrei hika við að mæla með henni. Vandvirk, frábær í samskiptum og allt sem hún segir stenst, bæði tímasetningar og kostnaðaráætlanir.

Við hjá Taktikal leituðum til Birtu við endurhönnun á vinnurýminu okkar. Birta var einstaklega útsjónarsöm, lipur í samskiptum og sýndi verkefninu mikinn áhuga. Hún fékk að auki alla starfsmenn í lið með sér og skapaði stemningu um verkefnið. Við erum því hæstánægð með útkomuna og ég get heilshugar mælt með henni.

Valur Þór Gunnarsson
CEO / Taktikal
Þorsteinn Yngvi Guðmundsson
VP Operations / GRID
Við fengum Birtu til að hjálpa okkur að innrétta nýtt skrifstofuhúsnæði. Verkefnið þurfti að leysa með stuttum fyrirvara og mjög hratt.
Niðurstaðan var vinnuaðstaða sem kallast frábærlega á við vörumerki okkar. En mest er um vert er að umhverfið okkar er vistlegt, aðlaðandi og þægilegt. Það býður upp á góða aðstöðu til formlegra og óformlegra samskipta sem er nauðsynlegt fyrirtæki í okkar stöðu. Mætir þörfum okkar fullkomlega.
Verkefnið hefði ekki klárast svo fljótt og vel ef Birtu hefði ekki notið við. Samstarfið gekk smurt fyrir sig og kláraðist á áætluðum tíma og skv. kostnaðaráætlun. Hún hefur á sínum snærum fagfólk sem getur leyst úr vandamálum, stórum sem smáum. Gætum ekki verið ánægðari með samstarfið.

Inga Birna Ragnarsdóttir
frkv.stj. / Kosmos & Kaos
Fyrir utan að vera einstaklega rösk, fljót að koma með hugmyndir og dugleg að koma þeim í framkvæmd þá er einstaklega ljúft að vinna með Birtu, sólargeisli og yndisleg. Við höfðum samband við Birtu þegar arkitektinn hafði lokið vinnu við endurhönnun á húsnæði okkar, en okkur fannst vanta punktinn yfir i-ið. Birta kom sannarlega eins og stormsveipur og er búin að vinna með okkur allar götur síðan að hinum ýmsu verkefnum. Ásýnd vinnustaðarins breyttist til muna, allt varð miklu líflegra og fékk þann blæ sem við sóttumst eftir. Síðan hefur hún verið reglulegur gestur hjá okkur og sá t.a.m. um að skipuleggja fyrir okkur partý fyrir viðskiptavini okkar (allt frá A-Ö).

Jonathan Gerlach
Gangverk, Kolibri og Samtök vefiðnaðarins
Ég hef fengið að starfa með Birtu að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina og má þar nefna hönnun á skrifstofurými tveggja fyrirtækja og viðburðastjórn Íslensku vefverðlaunanna. Hún er skipulögð og einstaklega drífandi manneskja með gott fjármálavit. Hún hefur góðan smekk fyrir fallegum hlutum og er manneskja sem ég veit að ég get treyst á aftur og aftur.

Pétur Sæmundsen
frkv.stj. / Kolibri og Sweeply
Birta er hugmyndarík, kraftmikil og framkvæmir með bros á vor. Ef ég mætti ráða ynnum við saman á hverjum degi.
Lovísa Óladóttir
frkv.stj. / Rammagerðin
Birta er fljót að koma sér inn í hlutina. Hún er hugmyndarík, fagleg og jákvæð í samskiptum. Hún kom með frábært innlag inn í markaðsmál Rammagerðarinnar.

Þórsteinn Ágústsson
eigandi / Barbarinn
Birta kom að öllum þáttum við stofnun Barbarans. Hún sá um skoðanakannanir og rýnihópa, tók þátt í allri vöruþróuninni, markaðsmálunum og svo endaði hún á því að hanna staðinn sjálfan sem er einstaklega vel heppnaður. Birta er einnig með gott tengslanet sem skipti miklu máli. Hún tengdi okkur við grafískan hönnuð og ljósmyndara, útvegaði módel og allskyns iðnaðarmenn og smiðjur ásamt því að semja um afslætti hjá birgjum.
Birta er afskaplega skemmtileg, hugmyndarík og drífandi en einnig hagsýn og mjög þægileg í öllum samskiptum. Ég myndi sannarlega mæla með Birtu fyrir alla þá sem eru að leita að aðstoð við innanhússhönnun, aðstoð og hugmyndavinnu í tengslum við markaðsmál eða hvaðeina sem þarf á hugmyndaríki og fagmennsku að halda.
