
BIRTA FLÓKADÓTTIR
B.Sc. / MBA
611 1212
birta [att] annadogmeira.is
Skapandi hugsun
fyrir krefjandi verkefni
Birta hefur starfað við rýmis- og upplifunarhönnun síðan 2012. Samhliða því hefur hún veitt markaðsráðgjöf, sinnt verkefna- og viðburðarstjórnun og komið að stefnumótun, auglýsingagerð, vöruþróun o.fl.
Áður starfaði hún m.a. sem markaðsstjóri Kringlunnar, markaðsráðgjafi á Íslensku auglýsingastofunni, ráðgjafi í vef- og margmiðlunardeild auglýsingastofunnar Gott fólk og í markaðsdeild Íslandsbanka.
Hún hefur einnig reynslu úr upplýsingatækni, þar sem hún starfaði við veflausnir og hugbúnaðargerð, m.a. hjá Landsbankanum, Landsteinum, Mekkano og Íslandsbanka.
Birta hefur brennandi áhuga á hönnun. Hún er afar hugmyndarík, býr yfir næmu auga fyrir fagurfræði og smáatriðum, góðri dómgreind og lumar á fjölbreyttum hæfileikum. Hún býr yfir gagnrýnni hugsun og á auðvelt með að koma að nýjum verkefnum, greina þarfir og finna skapandi lausnir. Hún trúir ekki á fullyrðinguna "það er ekki hægt".
Birta elskar að dvelja fjarri mannabyggðum í fallegri náttúru. Hún aðhyllist hestamennsku, kajakróður, fjallgöngur, mótorhjólaakstur, skíði og elskar að dansa. Hún nýtur þess að prófa nýja hluti og fara út fyrir þægindahringinn. Nýjasta uppátæki hennar eru fullorðinsfimleikar!